*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 25. júní 2018 17:00

Spá 2,4% verðbólgu

Capacent hefur sent frá sér verðbólguspá og spá því að vísitalaneysluverðs muni hækka um 0,41% í júní.

Ritstjórn
epa

Capacent hefur sent frá sér verðbólguspá og spá því að vísitalaneysluverðs muni hækka um 0,41% í júní. Þá mun verðbólgan á ársgrunni fikra sig úr 2,0% í 2,4%.

Þá kemur einnig fram að veiking krónunnar gagnvart dolllar og evru muni hafa lítil áhrif á verðlag í júní. Sveiflur í gengi krónunar munu fyrst koma fram í eldsneytis- og matvælaverði. 

Capacent gerir ráð fyrir 0,25% hækkun á matvælaverði og 2% hækkun á eldsneytisverði. Einnig gerir fyrirtækið ráð fyrir 0,6% hækkun fasteignaverðs í vísitölu neysluverðs og að fasteignaliður vísitölunnar leggi samtals 0,15% til hækkunar vísitöluneysluverð. 

Þá gerir lausleg könnun sem framkvæmd var ráð fyrir að flugfargjöld hafi hækkað talsvert í júní.