*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 16. júní 2014 16:04

Starfsmenn Nýherja ferðast um á hjólum

Hópur starfsfólks Nýherja ætlar sér stóra hluti í Wow Cyclathon-hjólakeppninni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ríflega þriðjungur starfsmanna Nýherja og dótturfélaga nýta sér umhverfisvænni ferðamáta, s.s. ferðir strætisvagna eða með því að hjóla, til og frá vinnu. Dröfn Mannauðsstjóri Nýherjasamstæðunnar segir að áhugi starfsfólks á vistvænum ferðamáta hafi vaxið gríðarlega frá því að sérstök samgöngustefna var innleidd fyrir samstæðuna.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að samstæðan tók í gagnið samgöngustefnu sumarið 2012 en markmiðið með henni er að stuðla að því að starfsfólk noti hagkvæman og vistvænan ferðamáta.

Slíkur er áhuginn að hópur á vegum Nýherja tekur þátt í Wow Cyclathon hjólreiðakeppninni í mánuðinum og er þar stefnt hátt.

Stikkorð: Nýherji WOW Cyclothon