*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 22. júní 2012 07:21

Stefna á slit Glitnis fyrir áramót

Slitastjórn Glitnis stefnir að því að klára nauðsamningsferli Glitnis og afhenda bankann kröfuhöfum fyrir áramót.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stefnt er að því að klára nauðasamningsferli Glitnis fyrir árslok. Við það munu 830 milljarða króna eignir þrotabúsins færast til félags í eigu kröfuhafa Glitnis, sem eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Á meðal þeirra eigna sem færast í hendur kröfuhafanna er 95 prósenta hlutur slitastjórnar Glitnis í Íslandsbanka.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en slitastjórn Glitnis hefur boðað til kröfuhafafundar í Lundúnum í byrjun júlí til að kynna skilmála væntanlegs nauðasamnings bankans.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, segir í samtali við blaðið að til standi að kynna útlínur nauðasamnings fyrir þeim kröfuhöfum sem ekki eiga sæti í óformlegu kröfuhafaráði Glitnis. Þá segir Steinunn að ef ekkert óvænt komi upp á verði hægt að klára nauðasamningsgerðina á þessu ári.