*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 15. desember 2016 08:35

Sterkari mið-hægri ríkisstjórn

Lítil breyting en mögulegur stjórnarmeirihluti ACD lista yrði sterkari með 35 þingmenn ef kosið yrði á ný samkvæmt nýrri könnun.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Ef kosið yrði í dag myndi samsetning Alþingis verða svipað og það er nú, með sjö flokkum, þar sem Sjálfstæðisflokkur yrði stærstur en Samfylkingin myndi enn hjara inni með 5,7% og þrjá þingmenn.

Helsta breytingin væri að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð myndu bæta við sig og þannig yrði mögulegur meirihluti þessara flokka auk Viðreisnar stærri en nú er, eða 35 manns í stað 32 nú.

Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birtist í morgun, en hún sýnir að fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri yrði jafn sterk og hún yrði í dag, með 34 þingmenn.

Helstu niðurstöðurnar yrðu þá:

 • Sjálfstæðisflokkurinn: 31,8% og 23 þingmenn (29% og 21 nú)
 • Vinstri grænir: 17% og 11 (15,9% og 10 nú)
 • Píratar: 13,1% og 8 (14,5% og 10 nú)
 • Framsóknarflokkurinn 9,7% og 6 (11,5% og 10 nú)
 • Viðreisn 10,1% og 6 (11,5% og 8 nú)
 • Björt framtíð 10,8% og 6 (7,2% og 4 nú)
 • Samfylkingin 5,7% og 3 (5,7% og 3)
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim