Mikill viðsnúningur varð í rekstri fyrirtækisins Strokks Energy ehf. í fyrra samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið hagnaðist um 569 milljónir króna en tapaði 34 milljónum króna árið 2012. Mestu munar um söluhagnað hlutabréfa en í fyrra seldi Strokkur Energy 40% hlut sinn í Becromal Iceland ehf. og nam söluhagnaður vegna þeirra viðskipta tæpum 1,3 milljörðum króna. Árið 2012 seldi fyrirtækið engin hlutabréf.

Eignir fyrirtækisins námu tæpum 7 milljörðum króna í fyrra samanborið við 7,4 árið á undan. Skuldir voru rúmir 1,8 milljarðar en árið 2012 skuldað fyrirtækið tæpar 500 milljónir. Eigið fé nam tæpum 2,9 milljörðum króna í fyrra samanborið við 4,5 milljörðum árið áður. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2014. Þrír hluthafar voru í félaginu um síðustu áramót. Masada ehf. á 58% hlut, PMG Ventures Holdings 33% og Rameses ehf. 9%. Eyþór Arnalds er framkvæmdastjóri Strokks Energy.