Morgunblaðið greinir frá því í dag að mun meiri bjartsýni ríki meðal sveitarfélaga vegna reksturs ársins 2016,heldur en gert var ráð fyrir í útkomuspá sveitarfélaga í fyrra skv. upplýsingum Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands Íslenskra sveitarfélaga.Sveitarfélög hafa að undanförnu verið að afgreiða ársreikninga fyrir seinasta ár og er ljóst að reksturinn var mörgum þungur.

Í viðtali við Morgunblaðið segir hann fjárhagsáætlanir sveitarfélaga gegnumgangandi mun bjartsýnni fyrir árið 2016 og reiknað sé með töluverðri tekjuaukningu í flestum tilvikum. Útlit sé fyrir að skatttekjur sveitarsjóða muni aukast umtalsvert á þessu ári af hærri launum sem samið var um í kjarasamningum en kostnaður þeirra jókst mikið á seinasta ári þegar gengið var frá samningum við starfsmenn.

Halldór segir að launahækkanir í fyrra hafi orðið miklar og tekjurnar hafi ekki komið jafn fljótt og vænst hafði verið en þær hafi hinsvegar skilað sér á árinu 2016.