Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri kynntu vaxtaákvörðun Seðlabankans í höfuðstöðvum hans í morgun. Þar kom fram að vextir haldasta óbreyttir í sex prósentum. Minni verðbólga en spáð var í febrúar, auk sterkari krónu og minni launahækkana valda því að verðbólguhorfur hafi batnað upp á síðkastið en að sögn Más gæti svigrúm skapast fyrir vaxtalækkanir ef verðbólga og verðbólguhorfur verði ákjósanlegar á næstunni.

VB Sjónvarp ræddi við Má.