Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, telur að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu muni skapa hundruð þúsunda starfa fyrir þjóðina. Frá þessu segir fréttastofa Sky News.

Evrópusambandið stendur að sögn Boris í vegi fyrir því að Bretar hafi getað stofnað til viðskiptasamninga við Bandaríkin, Japan, Indland og önnur viðskiptaríki.

Samtals hafi Bretland orðið af meira en 284 þúsund störfum á síðustu árum vegna þessa. Boris, sem er fylgjandi því að Bretar segi sig úr ESB, telur að þessi störf muni skapast ef svo fer.