*

föstudagur, 24. maí 2019
Fólk 2. janúar 2019 10:45

Þórunn nýr markaðsstjóri hjá Samskipum

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Samskipa á Íslandi.

Ritstjórn
Þórunn er nýr markaðsstjóri Samskipa á Íslandi.
Aðsend mynd

Samskip hafa ráðið Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur í starf markaðsstjóra Samskipa á Íslandi en Þórunn Inga mun leiða innri sem ytri markaðsmál fyrirtækisins. Hún hefur störf hjá Samskipum á morgun, þriðja janúar.

„Ég er mjög spennt að taka til starfa, kynnast fjölbreyttri starfsemi Samskipa og sérstöðu fyrirtækisins og auðvitað menningunni og fólkinu. Ég færi mig yfir á algjörlega nýjan vettvang og það verður áhugavert,“ segir Þórunn.

Þórunn hefur á að skipa yfir 18 ára reynslu í markaðs- og kynningarmálum. Síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis (Under Armour á Íslandi) á árunum 2013 til 2018. Áður var hún vörumerkjastjóri hjá Icepharma (Nike á Íslandi) 2005 til 2013. Þórunn Inga er með MBA próf frá Háskóla Íslands frá 2017.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim