„Það læðist að manni grunu að það ríki andleysi og hugmyndaleysi hjá ríkisstjórninni,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall og hvatt til þess að komið verði í veg fyrir ófremdarástand þegar hillir undir síðustu daga Alþingis í vor. Hann gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson og aðra í ríkisstjórnarflokkunum. Þegar hann horfir yfir þau mál sem hafi verið í umræðunni upp á síðkastið þá virðist hún snúast um það að spóla til baka. Hann nefndi sérstaklega græna hagkerfið svokallaða, fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar og rammaáætlun.

Róbert sagði jafnframt að ríkisstjórnin verði að koma í veg fyrir ófremdarástandið á þingi með því að leggja fram mál sín í tíma. Sigmundur Davíð, svaraði Róbertio í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Hann sagði ágætt að fá þessa áminningu. Róbert þurfi ekki að hafa áhyggjur, sitjandi ríkisstjórn muni ekki leggja fram mál sín á síðustu stundu.

„Róbert er brenndur af síðasta þingi. Síðasta ríkisstjórn kom með sín mál alltof alltof seint. Því þarf að huga vel að skipulagi þingstarfa,“ sagði hann en viðurkenndi að mikil vinna hafi farið í það sem hann kallaði að vinda ofan af mistökum fyrri ríkisstjórnar.

„En það hefur ekki komið í veg fyrir að menn hugi að framtíðinni samhliða því,“ sagði hann