*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 10. febrúar 2014 15:42

Þurfa að vinda ofan af mistökum fyrri ríkisstjórnar

Róbert Marshall sakar ríkisstjórnina um andleysi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Það læðist að manni grunu að það ríki andleysi og hugmyndaleysi hjá ríkisstjórninni,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall og hvatt til þess að komið verði í veg fyrir ófremdarástand þegar hillir undir síðustu daga Alþingis í vor. Hann gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson og aðra í ríkisstjórnarflokkunum. Þegar hann horfir yfir þau mál sem hafi verið í umræðunni upp á síðkastið þá virðist hún snúast um það að spóla til baka. Hann nefndi sérstaklega græna hagkerfið svokallaða, fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar og rammaáætlun. 

Róbert sagði jafnframt að ríkisstjórnin verði að koma í veg fyrir ófremdarástandið á þingi með því að leggja fram mál sín í tíma. Sigmundur Davíð, svaraði Róbertio í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Hann sagði ágætt að fá þessa áminningu. Róbert þurfi ekki að hafa áhyggjur, sitjandi ríkisstjórn muni ekki leggja fram mál sín á síðustu stundu. 

„Róbert er brenndur af síðasta þingi. Síðasta ríkisstjórn kom með sín mál alltof alltof seint. Því þarf að huga vel að skipulagi þingstarfa,“ sagði hann en viðurkenndi að mikil vinna hafi farið í það sem hann kallaði að vinda ofan af mistökum fyrri ríkisstjórnar. 

„En það hefur ekki komið í veg fyrir að menn hugi að framtíðinni samhliða því,“ sagði hann

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim