*

mánudagur, 22. apríl 2019
Fólk 20. febrúar 2018 16:09

Tómas nýr framkvæmdastjóri hjá Wow

Tómas Ingason er nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air, en hann snýr aftur til starfa fyrir flugfélagið.

Ritstjórn
Tómas Ingason, nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air.
Aðsend mynd

Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air. Undir viðskiptasvið mun heyra sala, markaðssetning, þjónusta og tekjustýring.

Hann starfaði áður hjá Arion banka sem forstöðumaður Stafrænnar framtíðar. Þetta er í annað sinn sem Tómas kemur til liðs við WOW air en árið 2014 starfaði hann sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs WOW air. 

Á árunum 2011 til 2013 starfaði Tómas sem stjórnunarráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn. Áður leiddi Tómas tekjustýringu og verðlagningu hjá Icelandair.

Tómas hefur MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston en auk þess hefur hann lokið MS gráðu í verkfræði frá MIT með áherslu á flugrekstur og aðfangakeðjur. Tómas er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Kemur í staðinn fyrir Engilbert Hafsteinsson

Á sama tíma lætur Engilbert Hafsteinsson af störfum hjá félaginu. Engilbert starfaði síðast sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og hefur verið hjá félaginu í 5 ár. 

„Engilbert hefur verið lykilstarfsmaður í uppbyggingu félagsins og leiddi meðal annars alla vöruþróun tengdri sölu en t.d innleiddi hann hliðartekjur WOW air. Ég þakka honum fyrir hans góða framlag og óska honum alls hins besta“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.  

„Einnig vil ég bjóða Tómas velkominn aftur í hópinn í nýja stöðu hjá félaginu en hans mikla reynsla mun nýtast WOW air vel í hröðum vexti.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim