*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 5. janúar 2015 11:28

Toyota fagnar 50 ára afmæli á Íslandi

Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi, en um 45.000 bifreiðar af þessari gerið eru nú í notkun á landinu. Fyrstu bifreiðarinar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser, en Corolla bættist svo við vörulínuna í kringum 1970.

„Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum viðskiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfsfólki sínu strax í upphafi og kappkostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera.“

Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá árinu 1991 eða í 25 ár samfellt. Ýmislegt verður gert til hátíðabrigða á árinu hjá Toyota á Íslandi. Verður til að mynda boðið upp á sérstaka afmælisútgáfu af Land Cruiser 150 - „Íslandsjeppans“ - en þar mun 33" breyting fylgja með í kaupunum án aukakostnaðar.

Algengasti bíllinn á Íslandi

Toyota Yaris og ToyotaCorolla eru algengustu bílarnir sem skráðir eru á Íslandi en yfir sex þúsund bílar eru skráðir af hvorri undirtegund. Þetta kom fram í úttekt Viðskiptablaðsins í október. Toyota á 5 af 10 algengustu bílunum á Íslandi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim