Stærsti bílaframleiðandi heimsins, Toyota, hefur þurft að innkalla 5,8 milljónir bíla vegna gallaðra loftpúða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Loftpúðarnir voru framleiddir af fyrirtækinu Takata. Bílarnir sem hafa verið innkallaðir eru af gerðinni Toyota Corolla og Yaris og voru framleiddir annað hvort á árunum 2000 til 2001 eða 2006 til 2014. 16 dauðsföll hafa verið vegna galla í hönnun á loftpúðunum.

Íslenskur markaður hefur ekki farið varhuga af innköllunum á bílum Toyota, en Toyota umboðið á Íslandi varð að innkalla 27 Toyota Corolla bifreiðir vegna ónógs öryggis af hliðaröryggispúða í ökumannssæti eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá.