*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 2. september 2018 11:49

Tvö ný í stjórn Eimskips

Baldvin Þorsteinsson og Guðrún Ó. Blöndal munu taka sæti í stjórn Eimskips.

Ritstjórn

Sjálfkjörið er í stjórn Eimskips á hluthafafundi sem haldinn verður á fimmtudag. Tvö ný koma inn í stjórn félagsins en þau Baldvin Þorsteinsson og Guðrún Ó. Blöndal. Þau Baldvin og Guðrún koma í stað þeirra Rich­ards Winst­ons Mark d'A­bo, sem er stjórnarformaður félagsins og Helgu Melkorku Óttarsdóttur. Víg­lund­ur Þor­steins­son, vara­formaður stjórn­ar, Hrund Rúd­olfs­dótt­ir og Lár­us L. Blön­dal verða áfram í stjórn félagsins.

Baldvin Þorsteinsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja en félagið Samherji Holding keypti 25,3% hlut í félaginu í júlí. Baldvin er auk þess stjórnarformaður Olíuverslunar Íslands, situr í stjórn Jarðboranna, kanadíska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins New­found Resources Lim­ited Ltd. og norska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Nergard A/​S.

Guðrún Ó. Blön­dal er varamaður í bankaráði Lands­bank­ans og var fram­kvæmda­stjóri Nas­daq verðbréfamiðstöðvar frá 2013 til 2018.