*

miðvikudagur, 25. apríl 2018
Erlent 16. apríl 2017 17:24

Uber tapar 2,8 milljörðum dollara

Uber opnar bókhaldið nú í fyrsta sinn. Mikil tekjuaukning var hjá fyrirtækinu árið 2016.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Uber í San Fransisco.

Skutlþjónustan Uber hefur nú opnað bókhaldið og látið af hendi ársreikning ársins 2016 til Bloomberg sem gerir hann að umfjöllunarefni sínu. Fyrirtækið þarf ekki að birta reikninga sína opinberlega en hafa nú ákveðið að gera það í fyrsta sinn til að sýna fram á hversu mikil aukning var á bókunum fyrirtækisins. 

Framlegð Uber nam 6,5 milljörðum dollara á síðasta ári en fyrirtækið tapaði 2,8 milljörðum dollara á síðasta ári eða því sem jafngildir 312,5 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Þá er undanskilinn rekstur þeirra í Kína sem að Uber seldi í fyrra. Uber vildi þó ekki gefa upp afkomu fyrsta ársfjórðungs þessa árs, en sögðu að þær hafi verið í takt við væntingar. 

Að sögn forsvarsmanns Uber í Bandaríkjunum er fyrirtækið hæstánægt með það að vöxtur í tekjum sé meiri en tapið. Fyrirtækið hefur átt erfitt ár að baki og lenti forstjóri Uber meðal annars upp á kant með óánægðum bílstjóra fyrir skömmu. 

Stikkorð: afkoma Uber tap skutl