*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 29. maí 2018 10:02

Vill fá 5,6 milljarða frá Kópavogsbæ

Þorsteinn Hjaltested hefur tvívegis áður stefnt Kópavogsbæ fyrir dóm vegna eignarnámsins árið 2007.

Ritstjórn
Vatnsendi í Kópavogi.
Haraldur Guðjónsson

Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu Þorsteins Hjaltested, ábúanda Vatnsenda, þar sem gerð er krafa um að Kópavogsbær greiði honum frekari eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007. Er aðalkrafa Þorsteins að fjárhæð kr. 5.631.000.000 en auk þess gerir Þorsteinn kröfu um viðurkenningu á tilteknum réttindum er leiða af eignarnámssátt sem aðilar gerðu 30. janúar 2007. Varakrafa Þorsteins er að fjárhæð kr. 14.000.000.000.

Málið verður þingfest 30. maí 2017 og mun Kópavogsbær taka til varna og krefjast sýknu af dómkröfum Þorsteins.

Þorsteinn Hjaltested hefur tvívegis áður stefnt Kópavogsbæ fyrir dóm vegna eignarnámsins árið 2007. Í bæði skiptin var málunum vísað frá dómi. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim