Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt til á fundi flokkanna fimm fyrr í dag að þeir skildu hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Frá þessu er greint í frétt Vísis . Ef að tillaga Katrínar um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður verður samþykkt af þingflokkum flokkanna fimm, Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar, gætu hinar formlegu viðræður hafist á morgun.

Haft er eftir Katrínu í fréttinni að flokkarnir fimm séu vissulega ólíkir og það sé skoðanamunur á milli flokkanna í hinum ýmsu málum. Þingsflokkfundir flokkanna standa yfir í dag og því verður að öllum líkindum komin niðurstaða í málið á morgun.

Píratar hafa áður samþykkt tillögu þess efnis að flokkurinn vilji ekki sitja í stjórn þar sem að ráðherrar eru einnig þingmenn — en í dag er líklegt er að þingflokkurinn ræða þá kröfu innan sinna raða.