*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 11. júlí 2018 18:01

Vinnumarkaðurinn með góða aðlögunarhæfni

Greiningardeild Arion banka telur að spenna á vinnumarkaði fari dvínandi.

Ritstjórn
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greingardeildar Arion banka.
Aðsend mynd

Greiningardeild Arion banka telur að spenna á vinnumarkaði fari dvínandi. Það vekur spurningar um hversu vel í stakk búinn vinnumarkaðurinn sé til að bregðast við breyttum aðstæðum.

Í greiningunni kemur fram að flutningar erlends vinnuafls hafi haft sveiflujafnandi áhrif á vinnumarkaðinn undanfarin ár og í ljósi þess að hlutfall erlends vinnuafls af heildarvinnuafli hefur aldrei verið hærra ætti viðbragðsgetan að vera góð. 

Auk þess er atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-24 ára mjög há í sögulegu samhengi sem bætir aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins enn frekar. Þetta skýrist af því að unga fólkið hefur tilhneigingu til að setjast á skólabekk þegar að það kreppir að og dempa þannig höggið á vinnumarkaðinn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim