*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 10. mars 2017 13:52

Wow, Brandenburg og Íslandsbanki vinna

Á Ímark deginum í dag verður Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, afhent, en þegar hafa nokkrir sigurvegarar komið í ljós.

Ritstjórn
Ímark dagurinn, ráðstefan markaðsfólks fer nú fram í Hörpu. Þar verður Lúðurinn afhentur klukkan 18:00 í dag
Haraldur Guðjónsson

Verðlaunaafhending Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, verður klukkan 18:00 í dag, en nú þegar er búið að afhenda ein verðlaun á Ímark deginum í dag, ráðstefnu markaðsfólks á Íslandi.

Einnig hefur komið í ljós hverjir hljóta tvenn af verðlaununum sem afhent eru seinna í dag, það er fyrir auglýsingastofu ársins og hins vegar markaðsfyrirtæki ársins.

Á facebook síðu Ímark kemur fram að Brandenburg auglýsingastofa vinnur í flokki Auglýsignastofa ársins og hins vegar hefur Viðskiptablaðið eftir heimildarmönnum að Wow verði valið markaðsfyrirtæki ársins.

Jafnframt hefur herferð Íslandsbanka og auglýsingastofunnar ENNEMM þegar fengið verðlaun fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina. Er um að ræða herferð sem gengur undir nafninu Mín áskorun.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim