þriðjudagur, 3. maí 2016
Erlent 4. september 2012 22:25

Zuckerberg lofar að selja ekki hlutabréf í Facebook

Stærsti hluthafi Facebook lofaði í dag að selja enga hluti í félaginu í eitt ár. Yfirlýsingin hélt þó ekki aftur af frekari lækkunum.

Ritstjórn
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook.

Mark Zuckerberg, annar stofnenda Facebook, gaf út þá yfirlýsingu að hann myndi ekki selja hlutbréf í félaginu næstu 12 mánuði. Zuckerberg er stærsti hluthafi Facebook, á 503,6 milljónir hluta beint og í kaupréttarsamningum.

Þetta gerði hann þrátt fyrir að honum hefði verið heimilt að selja stóran hluta hlutabréfa sinna 14. október en um einn milljarður bréfa hefði þá mátt fara út á markaðinn. Hins vegar munu aðrir starfsmenn mega selja hlutabréf sín 29. október.

Þrátt fyrir yfirlýsingu Zuckerberg hafa hlutabréf Facebook lækkað um 1,8% það sem af er degi og um 53,8% frá útboði félagins í maí.

Stikkorð: Facebook Mark Zuckerberg