Sparisjóðurinn Indó sótti sér milljarð króna með hlutafjáraukningu í desember síðastliðnum til að fjármagna næsta legg í innreið sinni á íslenskan fjármálamarkað, yfirdráttarlán. Fjármagnið fer að stærstum hluta í að uppfylla eiginfjárkröfur fyrir slíka starfsemi en einnig verður nokkrum stöðugildum bætt við starfsemina – sem í dag telur 20 manns – og þróun fleiri vara haldið áfram samhliða.

Reksturinn hefur að sögn gengið vonum framar á því rúma ári sem liðið er frá formlegri opnun, þótt þeim hafi vissulega verið stillt í hóf í upphafi enda ekki á vísan að róa sem fyrsta nýja innlánastofnunin í yfir 30 ár.

Næsta skref á eftir útlánunum verða svo sameiginlegir reikningar, fyrst og fremst hugsaðir sem fjölskyldureikningar, sem bjóða munu upp á ýmiss konar umboð, stjórn og samtengingar.

50 þúsund viðskiptavinir og 10% allra færslna

Á rétt rúmu ári frá formlegri opnun hefur fjöldi viðskiptavina hjá Indó um það bil tífaldast – ríflega 5 þúsund manns höfðu þegar skráð sig og tekið þátt í prófunum – og telur nú um 50 þúsund manns, þótt ekki séu þeir allir virkir notendur.

Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Indó, segir þó reglulega notendur telja tugi þúsunda og mánaðarlegur fjöldi einstakra færslna sé farinn að slaga hátt í milljón. Á þann mælikvarða er Indó nú kominn með um 10% markaðshlutdeild, og samanlögð innlán hjá sparisjóðnum nema ríflega 12 milljörðum.

Að sögn Hauks spöruðu viðskiptavinir Indó 347 milljónir króna í fyrra miðað við áætlaðan kostnað við sömu kortanotkun hjá bönkunum, þar af um 100 milljónir í færslugjöld og tæpar 250 í gjaldeyrisálag.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði