*

sunnudagur, 24. júní 2018
Erlent 16. febrúar 2017 20:00

17 bankar í klípu

17 bankar hafa nú verið sakaðir um að handstýra gengi suðurafríska randsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

17 bankar eru sakaðir um samráð á gengi suðurafríska randsins. Þetta kemur fram á vef BBC, en meðal bankanna eru Barclays, JP Morgan og HSBC.

Samkeppnisyfirvöld hafa rannsakað meint brot í tvö ár og hafa komist að því að starfsmenn bankanna hafi notfært sér samskiptamiðla til þess að stýra genginu, með það að leiðarljósi að hagnast á gjaldeyrisviðskiptum.

Farið er fram á að bankarnir greiði sekt, sem nemur um 10% af ársveltu bankanna í Suður-afríku. Ekki er um fyrsta skandalinn af þessu tagi að ræða, þó svo að sjónunum hafi hingað til ekki verið beint til Suður-afríku.

Landsmenn hafa nú byrjað að tísta um málið undir myllumerkinu #BanksCollusion. Þá eru fjölmiðlar sem eru í eigu hvítra, sakaðir um að vera með of milda umfjöllun um spillingarmál.

Stikkorð: Bankar Samráð Rand