Sex mánuðum eftir að breska ríkisstjórnin lét það boð út ganga að öll félög með 250 starfsmenn eða fleiri verði að upplýsa um stöðu launamunar kynjanna hafa aðeins 85 veitt aðgang að upplýsingum um það. Um 90.000 félögum ber skylda til að veita upplýsingarnar, eigi síðar en í apríl á næsta ári.´

Í frétt á vef BBC segir að þetta ýti undir áhyggjur af því að félögin fresti því að gefa tölurnar út til að forðast neikvætt umtal. Um helmingur bresks vinnuafla, 15 milljónir, starfa hjá þeim fyrirtækjum sem lögin ná til. Viðskiparáð Bretlands segir mörg fyrirtæki nú vera að undirbúa birtingu gagnanna. Viðskiptaráðið hvetur stjórnvöld til að taka gögnin saman og útbúa þannig að fyrirtæki geti séð hvar þau standa í þessum málum í samanburði við önnur fyrirtæki sem starfa á sama sviði.