*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 3. ágúst 2018 13:06

Advania og Vertonet í samstarf

Advania hefur gerst bakhjarl Vertonet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni, til að auka hlut kvenna í tæknigeiranum.

Ritstjórn
Sesselía Birgisdóttir, markaðsstjóri Advania, og stjórnarkonur Vertonet, þær Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir & Linda Stefánsdóttir.
Aðsend mynd

Advania og Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, hyggjast vinna saman að því að auka hlutfall kvenna í tæknigeiranum, samkvæmt sameiginlegri tilkynningu nú í morgun. Advania hefur gerst einn af bakhjörlum samtakanna og mun taka þátt í viðburðum til að efla samstöðu kvenna í greininni.

Megin tilgangur Vertonet er að „vinda ofan af þeim kynjahalla sem nú ríkir í greininni og vekja áhuga kvenna á þeim fjölbreyttu störfum sem rúmast innan geirans.“

Samkvæmt tilkynningunni ríma hugmyndir samtakanna við markmið Advania um að auka veg kvenna í starfsstéttinni. Það er sagt vera „allra hagur að sem fjölbreyttastur hópur fólks komi að þróun tæknilausna framtíðarinnar.“

Sett hefur verið saman aðgerðaráætlun og dagskrá á næstu mánuðum með það að markmiði að konum í geiranum gefist færi á að kynnast betur og efla tengslanetið, en fyrsti viðburðurinn verður nú í September.

„Við teljum nauðsynlegt að auka fjölbreytni í starfsgreininni og fá fleiri konur að borðinu til að þróa og rýna í tæknilausnir framtíðarinnar. Í tæknigeiranum eru gríðarlega fjölbreytt störf sem kalla á ólíka sýn og reynslu. Hraðinn í upplýsingatæknigeiranum er mikill og því fylgja miklir möguleikar til starfsþróunar og sérhæfingar.  Fólk sem hefur áhuga á spennandi starfsumhverfi ætti að kynna sér fjölbreyttnina í tæknigeiranum,“ segir Sesselía Birgisdóttir, markaðsstjóri Advania.

Stikkorð: Advania Vertonet
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim