*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 24. febrúar 2012 07:51

Björn Zoega hafnaði forstjórastöðu erlendis

Forstjóra Landspítalans bauðst starf á einu besta sjúkrahúsi Norðurlandanna. Hann hafnaði tilboðinu.

Ritstjórn
Björn Zoega
Birgir Ísl. Gunnarsson

Björn Zoega, forstjóri Landspítalans  hafnaði nýverið forstjórastöðu hjá Skanes Universitetssjukhus, einu stærsta og virtasta sjúkrahúsi Norðurlandanna. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag en Björn vildi hvorki staðfesta né neita því við blaðið að honum hafi verið boðin staðan. 

Samkvæmt heimildum Fréttatímans var það sænsk vinnumiðlun sem hafði samband við Björn fyrir hönd sjúkrahússins. Björn hefur gegnt starfi forstjóra Landspítalans frá árinu 2009. Í Fréttatímanum er bent á að árangur hans hafi verið eftirtektaverður og Björn skilað sjúkrahúsinu réttu megin við núllið undanfarin ár. Það hafi ekki síst verið sá árangur sem opnaði augu Svíanna fyrir Birni og störfum hans.

Stikkorð: Björn Zoega