*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 12. desember 2017 11:58

Bretar vilja sama viðskiptasamband

Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir landið vilja nánast sama viðskiptasamband við ESB eftir Brexit.

Ritstjórn
epa

Á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sagði Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands að landið myndi vilja nánast sama viðskiptasamband við Evrópusambandið eftir að það yfirgefur sambandið. Það myndi tryggja milt og þægilegt aðlögunarferli að sögn Fox.

Viðskiptablaðið fjallaði um það fyrir helgi að náðst hefði samkomulag milli ESB og Bretlands um aðskilnaðinn sjálfan en nú í kjölafarið munu hefjast viðræður um framtíðarviðskiptasamband milli ESB og Bretlands.

„Það sem ég vil sjá er heildstæður samningur um viðskipti sem er eins nálægt því og við höfum í dag,“ er haft eftir Fox á Bloomberg en viðskiptaráðherrann er bandamaður Brexit talsmanna á borð við utanríkisráðherrann Boris Johnson. „Ef við myndum búa yfir frjálslyndu og opnu samkomulagi sem er nánast eins og það sem við höfum í dag þá myndi aðlögunartíminn ekki að vera eins langur eða erfiður og ef viðskiptasambandið væri annað.“

Embættismenn ESB hafa jafnan sagt þessa afstöðu vera þá að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Það sé ómögulegt að njóta þeirra fríðinda sem fylgja innri markaðinum og tollabandalaginu ef maður sé ekki meðlimur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim