*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Erlent 18. maí 2017 08:05

ESB sektar Facebook

Facebook þarf að greiða 110 milljónir evra til Evrópusambandsins fyrir að veita samkeppnisyfirvöldum misvísandi upplýsingar.

Ritstjórn

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins hafa gert Facebook að greiða 110 milljónir evra fyrir það að hafa gefið sér misvísandi upplýsingar þegar á yfirtöku WhatsApp stóð árið 2014.

Talið er að fyrirtækið hafi sloppið vel því tæknilega séð hefði verið hægt að láta Facebook greiða allt að 1% af veltu fyrirtækisins.

Hefði sá póll verið tekinn í hæðina hefði félagið þurft að greiða 276 milljónir dollara miðað við ársreikning fyrirtækisins 2016.

Evrópsk yfirvöld segja fyrirtækið þó hafa verið samvinnufúst og því hafi 110 milljón evra sekt verið látin duga.

Stikkorð: Facebook Evrópa Tækni