Bjarni Benediktsson forsætisráðherra deilir á facebooksíðu sinni forsíðu Morgunblaðsins frá þriðjudeginum 30. september þar sem fram kemur vond staða Íslandsbanka og ríkið hafi ákveðið að taka 75% í bankanum yfir.

Segir hann að honum hafi fundist í samtölum við blaðamenn í dag að fennt hafi yfir minni blaðamanna um fréttirnar vikuna fyrir setningu neyðarlaganna, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um segir Bjarni það rangt að hann hafi átt innherjaviðskipti eða notað sér aðstöðu sína.

„Þennan dag var lokað fyrir viðskipti með Sjóð 9. Opnað var að nýju 1. október. Þá lækkaði sjóðurinn um 7%. Ég færði eign mína úr sjóði 9 í sjóði 5 og 7 daginn þar á eftir, 2. október,“ segir Bjarni á facebook .

„Margir halda því fram að ég hafi mögulega haft í hendi trúnaðarupplýsingar þegar það var. Forsíðan að neðan segir sína sögu. Hverjum gat dulist að upp var komin grafalvarleg staða?“