*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Erlent 5. október 2017 19:20

Ford leggi áherslu á jeppa og tækni

Jim Hackett, forstjóri Ford, segir tímabært fyrir félagið að hætta framleiðslu fólksbíla en leggi áherslu á jeppa og tæknivædda bíla.

Ritstjórn
epa

Jim Hackett, forstjóri Ford, segir nauðsynlegt fyrir félagið að auka sjálfvirkni í versmiðjum félagsins, færa sig úr framleiðslu fólksbíla og fara meira í átt að jeppum, rafbílum og tæknivæddari bílum.

Í frétt á vef BBC segir að með þessu hyggist félagið spara um 14 milljarða dala. Hackett tók við starfi forstjóra Ford af Mark Fields, sem var aðeins þrjú ár í starfi. Hinn nýi forstjóri stýrði áður þróun sjálfkeyrandi bíla hjá félaginu. Félagið hefur hagnast mikið undanfarin ár en hlutabréfaverð þess hefur samt sem áður lækkað. Fjárfestar eru sagðir óttast að fyrirtækið sé ekki nógu framsækið.

Þá verður aukin áhersla lögð á framleiðslu stærri bíla, á borð við F-150 og stærri bíla, sem seljast mjög vel vestanhafs og hafa skilað Ford miklum hagnaði. Þá verður áhersla lögð á að 90% nýrra bíla félagsins verði með búnaði sem gerir þeim kleift að tengjast snjallsímum með auðveldum hætti.

Stikkorð: Bílar Ford sjálfkeyrandi bílar