Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2, að mjög litlar líkur væru á því að Samfylkingin færi í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir alþingiskosningar, sem verða haldnar 29. október næstkomandi.

Hins vegar hyggst henni betur hugmynd Pírata um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

Oddný rökstyður skoðun sína og segir að Samfylkingin eigi fátt sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum. Hún bætti við að hún gæti sagt það með fullri vissu að Samfylkingin fari í samstarf með flokkum sem eru með svona ólíka stefnu vegna þess að þau sjá ekki fram á að ná sínum málum fram í slíku samstarfi.

Í nýjustu könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka, sem framkvæmd var 6. til 13. október, mælist Samfylkingin með 9% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 21,4% fylgi.