*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 15. febrúar 2017 15:58

Lufthansa leysir kjaradeilu

Flugfélagið Lufthansa hefur samið við flugmenn og hyggst flugfélagið hækka laun þeirra um 8,7% á næstu fjórum árum.

Ritstjórn
epa

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur gert samning við flugmenn og leysa þar með fimm ára langa kjaradeilu. Deilan hefur kostað flugfélagið milljónir evra á tímabilinu. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Flugfélagið kemur til með að hækka laun flugmanna sinna um 8,7% á næstu fjórum árum, að því er kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar um málið. Einnig fá flugmennirnir afturvirk laun frá byrjun árs 2016. Auk þessa fá flugmennirnir bónusgreiðslu sem hljómar upp á 5 þúsund til 6 þúsund evra.

Nýju samningarnir ná yfir alla flugmenn sem starfa annað hvort fyrir Lufthansa eða Germanwings, sem er lággjaldaflugfélag og dótturfélag Lufthansa. Markus Wahl, forsvarsmaður flugmannanna, segir að samningurinn sé „viðsættanlegur,“ í samtali við AFP fréttaveituna. Í heildina hafa flugmenn Lufthansa farið 15 sinnum í verkfall á fimm ára tímabili. Lufthansa flýgur til og frá Íslandi í áætlunarflugi.

Í nóvember síðastliðnum varð flugfélagið að aflýsa aflýsa 900 flugferðum sem hafa áhrif á 100 þúsund farþega. 

Stikkorð: Lufthansa verkfall flugmenn leyst samið
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim