Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur upp í 5,75%.

Seðlabankinn hækkar hagvaxtaspá sína fyrir árið í 4,6%, sem er 0,5% meira en gert var ráð fyrir í ágúst. Bankinn segir einnig að hagvaxtahorfur til næstu ára hafi einnig batnað. Hagvöxtur er aðallega borinn uppi af innlendri eftirspurn sem er talin aukast um rúmlega 7% í ár.

Verðbólguhorfur eru lægri en gert var ráð fyrir og er enn undir verðbólgumarkmiði bankans. Það er aðallega dregið til meiri lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar sem hefur vegið á móti auknum innlendum verðbólguþrýstingi.

Bankinn segir að sterk króna og hagstæð alþjóðleg verðlagsþróun hefur gefið svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauðsynlegt. Þó sé þörf á auknu aðhaldi peningastefnunnar vegna vaxandi innlends verðbólguþrýstings.