*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 2. mars 2019 17:32

Vill þjóðarsátt um meiri jöfnuð

Formaður Viðreisnar segir að hálaunastéttir þurfi að sýna vilja og þroska til að ná þjóðarsátt um meiri jöfnuð.

Ritstjórn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Haraldur Guðjónsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir þær stéttir sem mest hafi hækkað í launum þurfa að sýna vilja og þroska til að ná þjóðarsátt um jafnari tekjudreifingu, og vill að hæstu laun hjá ríkinu verði fryst. Þetta sagði hún á milliþingi flokksins fyrr í dag, en RÚV greindi fyrst frá.

Þorgerður gagnrýndi framgöngu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga, og velti því fyrir sér í hvað fundir ríkisstjórnarinnar með verkalýðshreyfingunni hefðu farið. „Voru þau að skiptast á uppskriftum eða pæla í plottinu í Ófærð?“

Þá talaði hún fyrir því að sálfræðiþjónusta yrði felld undir almannatryggingar, og manneskjulegra kerfi gagnvart innflytjendum og hælisleitendur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim