Stafræn tækni og aukin skilvirkni hefur leitt til þess að störfum hefur fækkað í þjónustugreinum á undanförnum áratugum. Þessi þróun virðist ekki hafa náð til hins opinbera.

Eins og fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins á dögunum þá hefur stöðugildum hjá ríkinu fjölgað um 2700 frá árinu 2012. Er það um 19% fjölgun en á sama tímabili fjölgaði landsmönnum um 16,9%.

Verður þetta að teljast áhugaverð þróun. Þannig kemur fram í svörum fjármálaráðherra að störfum í opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um fimmtung frá árinu 2012. En mesta fjölgunin samkvæmt svari ráðherra var í löggæslu og heilbrigðiskerfinu eða um 42% og 30%. Starfsfólki í menntakerfinu fjölgaði um 14%.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði