Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar hafa fundað stíft síðustu daga um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Erfitt hefur reynst að ná í formennina til að afla upplýsinga um gang viðræðnanna.

Viðskiptablaðið ræddi við einn þingmann úr röðum þessara flokka. Hann sagði töluverða leynd hvíla yfir þessum viðræðum, sem dæmi ætti hann sjálfur erfitt með að ná í sinn formann, sem væri mjög óvenjulegt. Hann sagði augljóst að formennirnir ætluðu ekki að gera sömu mistök nú og í nóvember þegar þeir hafi verið í fjölmiðlum nánast eftir hvern einasta fund.

Spurður hvort hann eigi von á að samningar takist svaraði þingmaðurinn því til að auðvitað þurfi að ná samkomulagi um Evrópumálin og sjávarútvegsmálin. Þrátt fyrir það telji hann að það „hálfgerðan aulaskap" ef menn nái ekki að klára þetta núna og mynda stjórn.