Markaður með stofnbréf SPRON hófst um síðustu mánaðamót hjá H.F. Verðbréfum. Í Viðskiptablaðinu í dag er haft eftir Halldóris Friðrik Þorsteinssyni, hjá H.F Verðbréfum, að viðskiptin hafi farið ágætlega af stað en sem gefur að skylja eru þau nokkuð þung í vöfum þar sem stjórn SPRON þarf að samþykkja öll kaup. Taldi Halldór að umfang viðskiptana væri á bilinu 200 til 300 milljónir á fyrstu vikunni og hefur gengið hækkað úr 5,0 upp í 5,5 sem er sama gengi og KB banki bauð í bréfin fyrir ári síðan. Viðskipti með stofnfjárbréf lúta ekki sömu reglum og í kauphöll, heldur fara þau fram á lokuðum markaði.

Á aðalfundi SPRON, sem haldinn var þann 30.mars síðastliðinn, var skýrt frá því að verið væri að kanna grundvöll stofnfjármarkaðar, þar sem aðilar gætu sett fram kaup- og sölutilboð í stofnfé. Tillögur um slíkan markað voru sendar Fjármálaeftirlitinu. Stjórn SPRON samdi í framhaldi þess við verðbréfafyrirtækið H.F. Verðbréf hf., im að annast skráningu kaup- og sölutilboða stofnfjárbréfa og koma á samningum.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.