Lítil og meðalstór fyrirtæki eru driffjöður íslensks hagkerfis, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavik Economics sem unnin var fyrir Íslandsbanka. Í skýrslunni, sem ber heitið Upp úr öldudalnum, er sérstaklega horft til áhrifa kórónuveirufaraldursins á fyrirtækin, stöðu þeirra og framlag til hagkerfisins. Greiningin er unnin út frá upplýsingum úr ársreikningum, sem fengnar voru frá Skattinum, um 20 þúsund fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu sem árið 2021 féllu undir skilgreiningu Reykjavik Economics á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Samkvæmt skilgreiningunni eru fyrirtæki sem velta 100 til 500 milljónum króna á ári meðalstór og fyrirtæki sem velta 25-100 milljónum króna lítil. Þessi 20 þúsund litlu og meðalstóru fyrirtæki eru tæp 60 prósent viðskiptahagkerfisins sem alls taldi um 35 þúsund fyrirtæki árið 2021.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði