Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir í viðtali við Vísi að hún sé ekki bjartsýn á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli. Allt kapp sé nú lagt á að afstýra allsherjarverkfalli.

Samninganefndir lögreglumanna, sjúkraliða og SFR funduðu með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara frá því klukkan eitt eftir hádegi í gær til þrjú í nótt. Annar fundur hófst klukkan níu í morgun og enn er fundað. Búið er að funda 14 daga í röð og fundartímar hafa verið lengi, m.a. 14 tíma fundur í gær og 13 tíma fundur á sunnudag.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags segir að samninganefndir geri sitt besta til að ljúka samningum fyrir fimmtudag en engu sé hægt að lofa.