Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa varað við vaxandi óvissu um eftirspurn eftir olíu. Samtökin halda því fram að áform um að efla olíubirgðir gætu verið áhættusöm. En slík verkefni kosta marga milljarða bandaríkjadala.

Í yfirliti sínu yfir stöðu í olíumálum fyrir árið segir OPEC að eftirspurn eftir olíu gæti minnkað um 31 milljón tunnur á dag árið 2012.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Undirstrikar þetta áhyggjur OPEC um að ríki í Evrópu auk Bandaríkjanna reyni nú að draga úr olíuþörf og auka valkosti í orkunotkun. Það hefur átt sér stað í kjölfar hækkandi verðs á olíu.

Ef eftirspurn er ekki nægjanleg eftir olíu þá munu ríki ekki fjárfseta í henni í jafnmiklu magni og nú.