Erlendir vogunarsjóðir eru farnir að borga sérstaklega fyrir upplýsingar sem „lekið“ er úr stjórnkerfinu eða úr fyrirtækjum, sem gætu hjálpað þeim að hagnast og sleppa undan skattgreiðslum. Frá þessu var greint í fréttaskýringu bandaríska stórblaðsins The New York Times 20. maí sl..

Í fréttaskýringunni segir að hinir svökölluðu „hvíslarar“ (whistleblowers) hafi fengið greitt fyrir verðmætar markaðsupplýsingar í nokkrum tilvikum svo vitað sé. Öðru fremur eru vogunarsjóðir og aðrir þeir sem vilja borga fyrir upplýsingar með fyrrnefndum hætti að horfa til þess að fá endurgreiddar skattgreiðslur og hagnast á upplýsingum sem samkeppnisaðilar þeirra búa ekki yfir.

Upphafið af þessu má rekja til þess að bandarísk skattayfirvöld hófu fyrir fjórum árum að borga þeim sem láku upplýsingum sem sýndu undanskot frá skatti 15 til 30 prósent af þeim peningum sem endurheimtust vegna upplýsinganna. Vogunarsjóðir aðrir þeir sem reyna að komast hjá skattgreiðslum með margvíslegum aðgerðum brugðust við þessu með svipaðri aðferð.

Í fréttaskýringunni er m.a. viðtal við Bradlay Birkenfield, sem nú situr í fangelsi fyrir fjársvik, en hann telur sig eiga inn i nokkrar milljónir bandaríkjadollara fyrir að hjálpa bandarískum skattayfirvöldum að uppræta undanskot frá skatti.