*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 29. september 2015 14:37

Aðildarfélög BSRB samþykkja verkfallsaðgerðir

Verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ hefjast um miðjan októbermánuð náist ekki samningar fyrir þann tíma.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Félagar í SFR og SFLÍ hafa samþykkt verkfallsaðgerðir, en þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að félögin hafi átt sameiginlega í viðræðum við samninganefnd ríkisins ásamt Landssambandi lögreglumanna, en þau eru fjölmennustu félögin innan BSRB sem semja við ríkið.

Kosningaþátttaka hjá SFR var tæplega 64% og af þeim sem tóku þátt samþykktu um 85% verkfallsboðunina. Hjá SLFÍ var kosningaþátttakan um 69% og þar af samþykktu 91% verkfallsaðgerðir.

Það er því ljóst að takist samningar milli ríkisins og sameiginlegrar samninganefndar SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna ekki fyrir miðjan október mun koma til verkfalla hjá tveimur fyrrnefndu félögunum.

Ráðgert er að vinnustöðvanir SFR og SLFÍ muni hefjast á  miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október og fyrst um sinn standa til miðnættis föstudagsins 16. október. 

Stikkorð: SFR BSRB Kjarasamningar Verkföll SLFÍ