Simon Herrick fjármálastjóri bresku verslunarstöðvarinnar Debenhams hefur látið af störfum, en fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í fyrradag vegna dræmrar sölu fyrir jólin. Hann mun láta af störfum þann 7. Febrúar næstkomandi. Leit að eftirmanni hans er þegar hafin. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Debenhams rekur 240 verslanir í Bretlandi og 28 öðrum ríkjum. Hagnaður fyrirtækisins á þessu reikningsári verður um 85 milljónir punda en hann var tæplega 115 milljónir punda á síðasta ári.

Debenhams rekur eina verslun á Íslandi. Hún er í Smáralind.