*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 1. ágúst 2017 11:52

Frelsi til að auglýsa verður að fylgja

Forstjóri Ölgerðarinnar vill að sem mest frelsi ríki í viðskiptum og að selja ætti áfengi í matvöruverslunum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Ef við ætlum að meðhöndla áfengi eins og hverja aðra vöru þá þarf að leyfa auglýsingar. Og fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þetta verður ekki slitið í sundur. Við getum ekki bara fært áfengissöluna inn í matvörubúðir án þess að fá að auglýsa,“ sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. 

Hans skoðun er sú að sem mest frelsi eigi að ríkja í viðskiptum og að selja ætti áfengi í matvöruverslunum. Hann segir þó að ÁTVR hafi staðið sig býsna vel. Hann telur kerfið sem þróast hefur nokkuð gott og hann bendir á að almenn sátt ríki um það. „Gagnvart framleiðendum og innflytjendum þá sitja allir við sama borð. Þetta er gegnsætt kerfi og við erum sáttir og ánægðir í sjálfu sér með þetta fyrirkomulag,“ sagði hann.

Andri Þór bætir þó við: „En að sama skapi, ef við ætlum að meðhöndla áfengi eins og hverja aðra vöru þá þarf að leyfa auglýsingar. Og fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þetta verður ekki slitið í sundur. Við getum ekki bara fært áfengissöluna inn í matvörubúðir án þess að fá að auglýsa," segir hann. Þegar hann er spurður út í það hvers vegna hann sé á þessari skoðun segir hann: „Vegna þess að þá höfum við ekkert vald yfir því að þróa vöruna. Við höfum engin tæki til þess að koma vörunni fyrir almenningssjónir. ÁTVR tekur allar vörur inn sem við framleiðum. Það fá allar vörur jafna möguleika. Við hefðum ekki þá möguleika ef áfengið færi í stórverslanir nema við hefðum áhrif á almenning; með því að vekja athygli á því að þessi vara sé komin í verslanir. Skapa þannig eftirspurnina þannig að verslanirnar taki vöruna inn".

Að lokum bætir hann við að hann viti ekki hvernig þessu frumvarpi ríði af, en honum finnst þetta áfengisfrumvarp vera orðinn hálfgerður óskapnaður. „Og að hafa rekstur Vínbúðanna samhliða rekstri stórverslana finnst mér algerlega galið,“ sagði forstjóri Ölgerðarinnar. 

Stikkorð: auglýsingar verslanir Áfengi frelsi
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim