Verðbréfafyrirtækið GAMMA mun flytja skrifstofur sínar frá Klapparstíg yfir í Garðastræti á næstunni. Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst flytur fyrirtækið strax um næstu mánaðamót. GAMMA tók til starfa árið 2008 og hefur verið á Klapparstíg frá þeim tíma. Fyrirtækið rekur verðbréfasjóði og aðra sjóði um sameiginlega fjárfestingu, en einnig rekur fyrirtækið fjárfestingarráðgjöf.

Húsnæðið að Garðastræti, þar sem GAMMA verður í framtíðinni, hýsti áður auglýsingastofuna Fíton. Sú auglýsingastofa hefur núna sameinast vefstofunni Skapalón, framleiðslufyrirtækinu Miðstræti og ráðgjafarfyrirtækinu Kansas undir nýju nafni: Janúar. Fyrirtækið starfar í Kaaber-húsinu að Guðrúnartúni.1.