*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 12. september 2018 08:35

Hlutafjáraukning hjá Primera

Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 2,4 milljarða króna í ár, og þriggja ára endurskipulagningaferli lokið.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson er forstjóri og eigandi Primera Travel Group
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljón evrur, tæpa 2,4 milljarða króna, fyrr í ár, samkvæmt frétt Vísis. Fjárhagsleg endurskipulagning síðasta vor fól meðal annars í sér að 14,7 milljónum evra var breytt í hlutafé og 3,3 milljónir evra nýs hlutafjár var lagt til.

Félagið spáir hagnaði upp á 748 milljónir króna í ár, en í fyrra tapaði það 720 milljónum. 500 milljóna tap kom þó til vegna niðurfærslu á viðskiptavild.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera, segir þriggja ára löngu endurskipulagningarferli nú lokið. Heildareignir nema nú um 18 milljörðum króna, eigið fé 5,8 milljörðum, og eiginfjárhlutfall er því 33%.

Andri segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn, sem hafi aukið netsölu úr fimmtungi allrar sölu í þrjá fjórðu hluta.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim