Mun minna er af krabbameinsvaldandi efnum í íslensku neftóbaki en sænsku. Hins vegar er nikótínmagnið í því íslenska um 115% meira í því íslenska en hinu sænka. DV greinir frá þessu.

Þar kemur fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hafi aldrei sinnt þeirri skyldu sinni að upplýsa landlækni um öll innihaldsefni í neftóbaki sem verslunin framleiðir. Slík skylda hefur verið í reglugerð frá árinu 2011, en hefur ekki verið sinnt fyrr en nú.

Í íslenska neftóbakinu eru innihaldsefnin hrátóbak, vatn, pottaska, salt og ammóníak. Fram kemur í svari ÁTVR að önnur innihaldsefni en hrátóbak séu notuð til vinnslu neftóbaksins og sem bragðgjafar.