*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 16. nóvember 2018 12:43

Musk fær leyfi fyrir 7.000 gervihnöttum

SpaceX hyggst veita öllum aðgang að háhraða nettengingu hvar sem er á hnettinum með 12 þúsund gervihnöttum.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla, er einnig aðalsprautan á bakvið SpaceX

Áætlanir SpaceX, geimferðafélags Elon Musk, um að veita almennan aðgang að alnetinu í gegnum háhraðatengingar við gervihnetti út um allan heim eru komin skrefi nær því að verða að veruleika. FCC, sem er stofnun Bandaríkjanna sem stýrir fjarskiptamálum, hefur gefið grænt ljós á að fyrirtækið komi upp yfir 7 þúsund gervihnöttum á lágri sporbraut um jörðina.

Kerfið, sem ber nafnið Starlink, mun í heildina innihalda um 12 þúsund gervihnetti þegar allt verður komið. Er því ætlað að tryggja óslitinn aðgang að netinu hvar sem er á hnettinum. Er stefnt að því að tengingin muni geta numið um 1 Gb á sekúndu, jafnvel á stjrálbýlustu svæðum.

Í febrúar sendi SpaceX upp tvö tilraunagervihnetti, og stefnir félagið að því að skjóta á loft 1.600 hnöttum á næstu fáu árum. Kerfið er þó ekki talið geta verið tilbúið fyrr en um miðjan næsta áratug.

FCC hefur einnig samþykkt svipaðar beiðnir frá félögunum Kepler, Telesat og LeoSat sem einnig vilja setja hundruðir gervihnatta á braut um jörðu. Hefur SpaceX endurskoðað áætlanir sínar um hæð gervihnattanna, og verða þær á lægri sporbraut en upphaflega var áætlað vegna þess að menn hafa áhyggjur af auknu geimrusli.

Stikkorð: Elon Musk FCC SpaceX gervihnettir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim