*

fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Innlent 12. ágúst 2017 15:31

Örtröð á Bæjarins bestu

Ný staðsetning virðist ekki hafa haft áhrif á vinsældir pulsuvagnsins fræga.

Ritstjórn
vb.is

Bæjarins bestu þurftu að færa sig um set nýverið vegna byggingarframkvæmda í miðbænum m.a. tengdum uppbyggingu Hafnartorgsins. Svo virðist sem hinum goðsagnakennda pulsuvagni hafi ekki orðið meint af flutningunum en löng biðröð hafði myndast við vagninn þegar blaðamaður Viðskiptablaðsins átti þar leið hjá. 

Gott veður er í miðbænum og fólk farið af safnast saman í tilefni af gleðigöngunni og náði röðin af pulsuhungruðum viðskiptavinum langt niður götuna. Að sögn blaðamanns var stór hluti fólksins erlendir ferðamenn sem vilja freista þess að bragða á hinum frægu pulsum. 

Stikkorð: bestu Bæjarins