*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 11. mars 2018 10:02

OZ safnað yfir 300 milljónum í hlutafé

OZ vinnur nú að því að fjarstýra upptökum á íþróttaviðburðum þar sem myndavélar geti elt bolta og leikmenn.

Ritstjórn
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ.
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur safnað rúmlega 300 milljónum króna í hlutafé á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið vinnur nú að þróun hugbúnaðarlausnar þar sem gerir fyrirtækinu kleift að fjarstýra upptöku á íþróttaviðburðum þar sem fjarstýrðar myndavélar geti elt bolta og leikmenn. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum OZ á næstu misserum.

Kári Steinn Kárason, fjármálastjóri OZ, segir reksturinn félagsins hafa gengið vel að undanförnu og tekjuvöxtur verið stöðugur. Félagið hafi lagt áherslu á vöruþróun að undanförnu og því hafi reksturinn skilað tapi en félagið geri ráð fyrir jákvæðum rekstrarniðurstöð- um áður en langt um líði. Stjórn félagsins finni fyrir síauknum áhuga fjárfesta á félaginu. Tap OZ samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins vegna ársins 2016 nam 179 milljónum króna.

Stikkorð: OZ Kári Steinn Karlsson