Samtök iðnaðarins segja nýtt fjárlagafrumvarp valda verulegum vonbrigðum. Þó eru samtökin ánægð með aukin framlög til Tækniþróunarsjóðs. Þetta kemur fram í frétt Ríkissjónvarpsins.

Samtökin gagnrýna að skattahækkanir séu valdar til að eyna að fylla fjárlagagatið en um leið sé dregið úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt, störf og þar með að lokum einnig tekjur fyrir ríkissjóð. Það sé óásættanlegt að tryggingargjald lækki ekki eins og talað hafi verið um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í maí í fyrra.

Boðuð neyslustýring sé einnig óásættanleg og ómarkviss. Þá finna samtökin einnig að vinnubrögðum stjórnvalda vegna orkuskatts. Árið 2009 hafi verið undirritað samkomulag milli stjórnvalda, SA og stórnotenda raforku um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og tímabundna álagningu orkuskatts gegn því að hann félli niður að þremur árum liðnum.